U-20 karla | Jafntefli við Serba í dag
U-20 ára landslið karla hóf leik sinn á Evrópumeistaramóti U-20 ára landsliða í dag í Porto er þeir mættu liða Serbíu. Jafnræði var með liðinum fyrstu 15 mínútur leiksins en þá tóku íslensku strákarnir við sér og kláruðu fyrri hálfleik með frábæri spilamennsku. Í hálfleik var staðan 18 – 15 Íslandi í vil.
Serbía náði strax á fyrstu mínútum síðari hálfleik að vinna sig inn í leikinn og jöfnuði metin eftir 5 mínútur. Strákarnir okkar náðu að jafna þegar síðari hálfleikur var hálfnaður en þá tóku Serbar við sér og þegar fimm mínútur voru til leiksloka leiddi Serbía með þremur mörkum 25 – 28. Síðustu mínútur leiksins voru æsispennandi og náði Ísland að jafna og leikurinn endaði 28 – 28.
Brynjar Vignir Sigurjónsson, markmaður var valinn besti leikmaður Íslands af mótshöldurum.
Mörk Íslands skoruðu:
Benedikt Gunnar Óskarsson 7, Andri Már Rúnarsson 3, Einar Bragi Aðalsteinsson 3, Guðmundur Bragi Ástþórsson 3, Jóhannes Berg Andrason 3, Kristófer Máni Jónasson 3, Arnór Viðarsson 2, Símon Michael Guðjónsson 2, Andri Frinnsson 1 og Ísak Gústafsson 1 mark.
Brynjar Vignir Sigurjónsson varði 13 skot og Jón Þórarinn Þorsteinsson 1 skot.
Næsti leikur strákanna okkar er á morgun gegn Ítalíu og hefst hann kl. 11:00.
Allt mótið í beinni útsendingu á Viaplay. Upplýsingar um áskriftarpakka Viaplay má finna á viaplay.is
Myndir: Jónas Árnason