U-20 karla | Jafntefli gegn Svíum
U-20 ára landslið karla tryggði sér í kvöld jafntefli gegn Svíum í fyrsta leik liðsins á Opna Norðurlandamótinu en leikið er í Hamri í Noregi.
Strákarnir okkar voru undir 35-31 þegar um 8 mínútur voru eftir af leiknum en með frábærum lokakafla tryggði Þorsteinn Leó Gunnarsson liðinu jafntefli 35-35 á síðustu sekúndum leiksins.
Staðan í hálfleik var 21-15 Svíum í vil en Ísland lék vel í síðari hálfleik.
Mörk Íslands í dag skoruðu: Benedikt Gunnar Óskarsson 7, Þorsteinn Leó Gunnarsson 5, Andri Már Rúnarsson 4, Jóhannes Berg Andrason 4, Tryggvi Þórisson 4, Einar Bragi Aðalsteinsson 3, Símon Michael Guðjónsson 3, Kristófer Máni Jónasson 2, Guðmundur Bragi Ástþórsson 2, Ísak Gústafsson 1.
Í markinu vörðu: Jón Þórarinn Þorsteinsson 8 skot og Adam Thorstensen 3 skot.
Á morgun mætir liðið Noregi en Norðmenn steinlágu í kvöld fyrir Dönum 36-22.