U-20 ára lið Íslands tapaði í morgun 31-27 í hörkuleik gegn öflugu liði Króata. Í hálfleik var staðan 17-16 Króötum í vil. Leikurinn var í járnum lengst af en nokkur mistök íslenska liðsins gerði það að verkum að Króatar náðu að halda 2-3 marka forystu síðustu 10-12 mínútur leiksins. Liðið mun því leika um 7. sætið á mótinu en leiki verður um sæti 1-8 á sunnudaginn. Mótherjinn verður annað hvort Spánn eða Serbía.
Mörk Íslands skoruðu: Sveinn Jóhannsson 5, Orri Þorkelsson 5/5, Friðrik Hólm Jónsson 4, Daníel Griffin 3, Sigþór Gunnar Jónsson 3, Úlfur Kjartansson 2, Elliði Snær Viðarsson 2, Birgir Már Birgisson 1, Sveinn Andri Sveinsson 1 og Pétur Árni Hauksson 1.
Andri Scheving varði 6 skot og Adam Thorstensen 4.