Ísland mætir kl 18:00 í dag gríðarsterku liði Slóvena á Evrópumeistaramóti U-20 landsliða.

Ísland og Slóvenía mættust í undanúrslitum á HM í fyrra þar sem Slóvenar unnu, 31-30 með góðum lokakafla eftir að íslenska liðið leiddi í hálfleik með 4 mörkum. Slóvenar spiluðu svo til úrslita þar sem þeir töpuðu fyrir Frökkum.

Slóvenar mættu Spánverjum í fyrsta leik sínum á EM í gær. Spánverjar unnu leikinn 21-20 í spennandi leik þar sem Slóvenar leiddu í hálfleik 10-9.

Slóvenar munu því mæta einbeittir til leiks og mega alls ekki við tapi.

Íslenska liðið byrjaði mótið með sigri á Rússum,
eins og fjallað hefur verið um hér.

Leikur liðsins var þó ekki nógu sannfærandi og eru strákarnir staðráðnir í að gera betur í þessum leik.

Leikinn má sjá í beinni útsendingu hér.

Nánari upplýsingar um mótið eru hér.

Einnig uppfærum stöðu á meðan leik stendur á
Twitter,
Instagram og
Vine

Þá eru strákarnir með Snapchat, u96.strakarnir