U-20 karla | Ísland – Serbía í dag
U-20 ára landslið karla hefur leik á Evrópumeistaramóti 20 ára landsliða karla í dag en spilað er í Portó í Portúgal. Strákarnir hafa síðustu vikur undir búið sig vel ásamt þjálfarateyminu fyrir leiki næstu daga. Í dag mæta þeir liði Serbíu og hefst leikurinn kl. 16:00.
Leikir Íslands í riðlakeppninni eru eftirfarandi:
7. júlí kl. 16:00 Ísland – Serbía
8. júlí kl. 11:00 Ísland – Ítalía
10. júlí kl. 16:00 Ísland – Þýskaland
Allt mótið í beinni útsendingu á Viaplay. Upplýsingar um áskriftarpakka Viaplay má finna á viaplay.is
