Ísland mætir núverandi Evrópu- og heimsmeisturum frá Frakklandi kl 12:00 í lokaleik í milliriðlium á EM U-19. Undir er sæti í undanúrslitunum. Íslandi dugar 1 stig til að tryggja sér 1. eða 2. sætið í riðlinum en Frakkar þurfa á sigri að halda.
Þrátt fyrir góðan árangur hjá báðum liðum, bæði á EM fyrir 2 árum og HM í fyrra, hafa liðin ekki mætst í keppnisleik áður.
Frakkland spilaði í A-riðli og sigraði hann mjög örugglega, unnu alla leikina með að lágmarki 10 marka mun.
Fyrst unnu þeir Serba
33-22, svo tóku þeir Pólverja
34-20 og lokst Sviss
33-23.
Samtals 35 mörk í plús í 3 leikjum.
Í milliriðlinum gerðu Spánverjar sér lítið fyrir og unnu Frakkana sannfærandi með 6 mörkum
27-21.
Þá eru Frakkar bæði núverandi Evrópu- og heimsmeistarar í þessum aldursflokki.
Upplýsingar um EM fyrir 2 árum má sjá hér.
Upplýsingar um HM í fyrra má sjá hér.
Ljóst er að um gríðarlega erfiðan leik er að ræða fyrir íslenska liðið. Strákarnir eru samt staðráðnir í að fara í undanúrslit og til þess þarf íslenska liðið allavega jafntefli.
Allar upplýsingar um EM má finna á hér.
Stöðuna í mótinu má sjá hér.
Leikurinn hefst kl 12:00 og beina útsendingu má nálgast hér.
Samfélagsmiðlarnir verða á sínum stað,
Twitter,
Instagram og
Vine
Snapchat – u96.strakarnir