Í dag var ekki leikur hjá strákunum á EM í Danmörku.
Strákarnir nýttu tímann vel og fóru að stöðuvatni hérna nærri þar sem þeir fengu sér að borða og brugðu á leik.
Strákarnir hittu fjölskyldur sínar fengu allir sér grillaða hamborgara, sem lagðist mjög vel í mannskapinn.
Svo skelltu þeir sér í Kubb, þar sem keppt var rétthentir á móti örvhentum. Rétthentir fóru með sigur 2-1 í æsispennandi lokaleik.
Þá var tekinn blakleikur, leikmenn á móti fjölskyldum og starfsmönnum. Leikmenn töpuðu fyrsta (óvanir að spila án harpix) en unnu svo næstu tvo, þrátt fyrir heiðarlega tilraun skyldmenna og starfsmanna að komast aftur inn í lokaleikinn.
Að lokum skellti liðið sér í sund í vatninu. Það fengur reyndar ekki allir að velja um hvort þeir færu út í.
Fylgist endilega með okkur á
Facebook,
Twitter,
Instagram og
Vine
Þá eru strákarnir með Snapchat, u96.strakarnir