Íslenska U-20 landslið karla sigraði í dag lið Svía í frábærum leik í öðrum leik liðsins á Evrópumótinu í Slóveníu. Íslenska liðið byrjaði mótið illa með tapi gegn Rúmeníu en leikmenn liðsins sýndu frábæran karakter í dag og sigruðu mjög öflugt lið Svía 35-33. Íslenska liðið mætti gjórthart til leiks og náði góðri forystu á fyrstu mínútum leiksins. Svíar áttu engin svör við varnarleik íslenska liðsins og mörkin komu bæði úr hraðaupphlaupum og uppsettum sóknum. Í hálfleik var staðan 19-12. Íslenska liðið lenti í áfalli í lok fyrri hálfleiks þegar Sveinn Andri Sveinsson, sem hafði verið frábær fyrstu 25 mínútnar, fékk sína þriðju brottvísun. Þrátt fyrir það byrjuðu strákarnir virkilega vel í seinni hálfleiknum en þegar líða fór á leikinn komust Svíar betur inn í leikinn en sigurinn var þó aldrei í hættu.
Mörk Íslands skorðu: Orri Þorkelsson 8, Birgir Már Birgissin 6, Arnar Freyr Guðmundsson 6, Daníel Griffin 4, Sveinn Jóhannsson 4, Sveinn Andri Sveinsson 3, Elliði Snær Viðarsson 2, Sigþór Jónsson 1 og Pétur Árni Hauksson 1.
Andri Scheving varði 17 bolta og var valinn leikmaður leiksins.