U-20 karla | Frábær endurkoma skilaði stigi
U-20 ára landslið karla mætti í dag Portugal í fyrsta leik í milliriðli EM. Leikurinn fór fram í Zlatorog Arena í Celje sem er gífurlegt mannvikri sem tekur 5800 manns í sæti.
Jafnræði var með liðinum fyrstu mínúturnar en það var þó Portugal sem var alltaf fyrr að skora og þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan jöfn 9 -9. Þá tók Ísland við frumkvæðinu og komst yfir 11 – 9 en það var Portugal sem endaði hálfleikinn betur og voru yfir í hálfleik 17 – 15.
Seinni hálfleikur byrjaði eins og sá fyrri endaði eða með frumkvæði Portugal og þegar um 8 mínútur voru búnar af hálfleiknum var staðan orðin 24 – 18. Þá tókur þjálfarar Íslands leikhlé og Ísland komst betur inn í leikinn og minnkuðu muninn hægt og rólega en þegar 8 mínútur lifðu leik var munurinn 2 mörk 28 – 26.
Útlitið var ekki gott fyrir Ísland þegar að Portugal komst á ný 4 mörkum yfir og 5 mínútur eftir. Strákanir létu það þó ekki á sig fá og gáfu aftur í og skoruðu 3 mörk í röð og staðan 31 – 30 og 2 mínútur eftir. Ísland náði síðan lokins að jafna leikinn í 33 -33 þegar að 4 sekúndur voru eftir, þá tók Portúgal leikhlé og náði á þessum stutta tíma að næla sér í vitakast um leið og tíminn rann út. Það var hinsvegar Ísak Steinsson sem bjargaði stiginu því hann gerði sér lítið fyrir og varði vítakastið og jafntefli staðreynd 33 – 33.
Markaskor Íslands í leiknum: Elmar Erlingsson 7, Össur Haraldsson 4, Reynir Þór Stefánsson 4, Birkir Snær Steinsson 3, Skarphéðinn Ívar Einarsson 3, Hinrik Hugi Heiðarsson 3, Atli Steinn Arnarson 2, Daníel Örn Guðmundsson 2, Andri Fannar Elísson 2, Eiður Rafn Valsson 2 og Kjartan Þór Júlíusson 1.
Markvarslan var þannig að Ísak Steinsson varði 10 eða 30% og Breki Harfn Árnason varði 2 eða 20%.
Strákarnir fá stuttan tíma til að jafna sig því að strax á morgun, þriðjudag, bíður þeirra næsta verkefni þegar að þeir mæta Austurríki kl. 10:00 í Zlatorog Arena. Áfram Ísland!