U-20 karla | Endað á sigri á Norðmönnum

U-20 ára landslið karla lék sinn síðasta leik á EM í dag þegar að liðið mætt Norðmönnum í leik um 7. sæti mótsins. Það var lítið um vörn og markvörslu fyrstu mínúturnar en eftir 11 mínútur var staðan 10 – 10. Þá tóku strákarnir okkar frumkvæðið þar sem að vörnin þéttist aðeins og markvarsla fylgdi með og þegar flautað var til hálfleiks var staðan 18 – 16 Íslandi í vil.

Það var svo Noregur hóf seinni hálfleikinn mun betur og eftir um 10 mínútna leik var staðan orðin 23 – 21 Norðmönnum í vil. Þá komu hinsvegar 3 mörk í röð frá Íslandi og frumkvæðið aftur orðið strákana okkar. Íslensku strákarnir létu frumkvæðið ekki út hendi og unnu að lokum góðan sigur 32 – 29.

Mörk Íslands í leiknum: Reynir Þór Stefánsson 11 mörk, Össur Haraldsson 8, Elmar Erlingsson 6, Birkir Snær Steinsson 4, Hinrik Hugi Heiðarsson 1, Andri Fannar Elísson 1 og Ívar Bessi Viðarsson 1.

Markmennirnir skiptu hálfleikjunum á milli sín og varði Ísak Steinsson 5 skot eða 25% í fyrri hálfleik og í þeim síðari skellti afmælisbarnið Breki Hrafn Árnason á lokakafla leiksins og varði 8 skot eða 36%.

Ísland endar því í 7. sæti á EM U-20 ára liða sem er jöfnun á besta árangri Íslands í þessum aldurflokki. Um leið er sæti liðsins á HM 2025 tryggt en það mót fer fram í Póllandi næsta sumar.