U-20 karla | Aftur voru Svíar sterkari

U-20 ára landslið karla lék í dag gegn Svíum öðru sinni á EM. Að þessu sinni var leikurinn í keppninni um 5.-8. sætið á mótinu. Það voru Svíar sem byrjðu leikinn betur og náðu frumkvæðinu fljótlega en þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður var staðan 9 – 6 þeim í vil. Svíarnir gáfu svo ennþá meira áður en flautað var til hálfleiks en að fyrri hálfleik loknum var staðan 18 – 13 Svíum í vil.

Strákarnir komu betur stemmdir inn í seinni hálfleikinn og þéttist vörnin til muna og náðu hægt og rólega að minns forskot Svía. Þegar seinni hálfleikur var hálfnaður var staðan 22 – 20 og allt annað að sjá strákana okkar sem náðu svo lokins að jafna leikinn þegar 8 mínutur lifðu leiks 24 – 24. Það voru hinsvegar Svíar sem voru sterkari á lokasprettinum og unnu að lokum sigur 30 – 27.

Mörk Íslands í dag gerðu: Andri Fannar Elísson 5 mörk, Reynir Þór Stefánsson 5, Atli Steinn Arnarson 3, Eiður Rafn Valsson 3, Birkir Snær Steinsson 2, Össur Haraldsson 2, Skarphéðinn Ívar Einarsson 2, Hinrik Hugi Heiðarsson 2, Haukur Ingi Hauksson 1, Elmar Erlingsson 1 og Ívar Bessi Viðarsson 1.

Breki Hrafn Árnason stóð í markinu allan leikinn í dag og varði 16 skot eða 36% þeirra skota sem á markið komu.

Á morgun er svo síðasti hvíldardagur mótsins en á sunnudag klárast mótið þegar strákarnir okkar leika um 7.-8. sætið þar sem mótherjinn er Noregur og hefst leikurinn kl. 10:00 að íslenskum tíma. Áfram Ísland!