Ísland spilaði við Frakka í milliriðli EM U-20 kl 12:00. Lokatölur 31-38 og þurfa Íslensku strákarnir því að bíða eftir úrslitum í leik Spánverja og Pólverja til að vita hvort liðið leikur í undanúrslitum eða um 5-8. sæti. Úrslit leiksins eru mikil vonbrigði fyrir íslenska liðið.



Íslensku strákarnir mættu grimmir til leiks og komust í 3-0. Franski þjálfarinn tók þá leikhlé sem kveikti heldur betur í Frökkunum, þeir jöfnuðu 5-5 eftir 10 mínútur, komust í 5-8 en þá tók Ísland leikhlé. Frakkar héldu þó áfram að þjarma að íslenska liðinu og var staðan 6-11 um miðjan fyrri hálfleikinn. Strákarnir fóru þá að svara fyrir sig aftur og minnkuðu muninn í 1 mark 14-15. Í hálfleik var staðan 18-20 fyrir Frökkum. Grétar Ari varði 12 bolta í fyrri hálfleik.

Fyrir utan fyrstu mínútur seinni hálfleiks, þar sem Ísland minnkaði muninn í 1 mark í stöðunni 20-21, þá voru Frakkar mun sterkari allan seinni hálfleik. Eftir 40 mínútur var staðan 22-25. Frakkar juku bara muninn meðan lítið gekk hjá íslensku strákunum. Hvorki í vörn né markvörslu, en eins og lokatölur gefa til kynna var lítið um varnarleik í leiknum, Frakkar gerðu þó betur og um það munar. Grétar Ari var með 5 bolta varða í seinni hálfleik og Einar Baldvin 2, en hann spilaði síðustu 8 mínúturnar.



Lokatölur 31-38 fyrir Frakklandi og úrslitin mikil vonbrigði. Íslenska liðið þarf nú bað bíða eftir úrslitum í leik Spánverja og Pólverja, vinni Pólverjar eiga Íslendingar ennþá möguleika á undanúrslitum. Annars spilar íslenska liðið um 5-8. sætið.

Maður leiksins var valinn Elvar Örn Jónsson

Markaskorarar:

Elvar Örn Jónsson – 6, Óðinn Þór Ríkharðsson – 6, Ýmir Örn Gíslason – 6, Ómar Ingi Magnússon – 5, Hákon Daði Styrmisson – 3, Birkir Benediktsson – 3, Leonharð Harðarson – 2, Egill Magnússon – 2

Markvarsla:

Grétar Ari Guðjónsson – 17/35 (32,7%)

Einar Baldvin Baldvinsson – 2/3 (40%)


Nánari upplýsingar um leikinn má finna á heimasíðu EHF.


Stöðuna á mótinu má sjá hér.

Fylgist endilega með okkur á 
Facebook
Twitter
Instagram og 
Vine

Snapchat reikningur strákanna er u96.strakarnir

Ísland Frakkland 31-38 Leikslok Strákarnir svekktir #hsi #handbolti #emu20dk

A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

Íslensku strákarnir svekktir í leikslok

Ísland Frakkland 18-20 hálfleikur #hsi #handbolti #emu20dk

A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

Tekið á því í vörninni

Ísland Frakkland 10-13 20 mín #hsi #handbolti #emu20dk

A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

Línusending hjá Ómari



Hákon skorar mark í leiknum.