Ísland og Pólland mættust í fyrsta leik í milliriðli kl 12:00 í dag. Óhætt er að segja að íslenska liðið hafi spilað frábærlega á löngum köflum í leiknum og uppskáru eftir því 12 marka sigur, 36-24.

Ákveðinn spenna virtist einkenna leikmenn beggja liða í upphafi leiks en ekkert mark var skorað fyrstu þrjár mínúturnar. Þá mættu íslensku strákarnir loks til leiks, skoruðu 3 mörk í röð og Pólverjar tóku leikhlé eftir 6 mínútur. Strákarnir héldu hinsvegar áfram og var staðan 7-2 eftir 10 mín og 11-6 þegar fyrri hálfleikur var hálfnaður. Grétar var þá kominn með 4 bolta varða. Ísland hélt áfram að bæta í og leiddu 17-9 eftir 22 mínútur. Liðin skiptust á að skora það sem lifði fyrri hálfleiks en í hálfleik var staðan 21-14. Grétar var með 10 varin skot í fyrri hálfleik.

Þegar síðari hálfleikur var flautaður á var frumkvæðið Pólverja og ljóst að þeir voru ekki búnir að gefast upp. Þeir náðu einungis að minnka muninn í 5 mörk eftir rúmar 43 mínútur, 25-20. Þá tók við frábær kafli hjá íslenska liðinu þar sem þeir skoruðu 6 mörk í röð, komust 11 mörkum yfir og áttu svo alls 8-1 kafla. Staðan 33-21 þegar 5 mínútur voru til leiksloka. Frábær karakter og barátta í liðinu á þessum tíma.

Lokatölur 36-24 og glæsilegur íslenskur sigur þar sem barátta og frábær vörn voru til fyrirmyndar.

Maður leiksins var valinn Óðinn Þór Ríkharðsson

Markaskorarar:

Óðinn Þór Ríkharðsson – 8, Ómar Ingi Magnússon – 6, Egill Magnússon – 4, Elvar Örn Jónsson – 4, Birkir Benediktsson – 3, Sigtryggur Rúnarsson – 2, Ýmir Örn Gíslason – 2, Sturla Magnússon – 2, Hákon Daði Styrmisson – 2, Kristján Örn Kristjánsson – 1, Leonharð Harðarson – 1, Arnar Freyr Arnarsson – 1

Markvarsla:

Grétar Ari Guðjónsson 18/24 (42%)



Nánari upplýsingar um leikinn á heimasíðu EHF má finna hér.




Nánari tölfræði úr leiknum á heimasíðu mótsins má nálgast hér.

Stöðuna á mótinu má sjá hér.

Fylgist endilega með okkur á
Facebook,
Twitter,
Instagram og
Vine

Snapchat reikningur strákanna er u96.strakarnir



Ísland Pólland kl 12:00 Þjóðsögur #hsi #handbolti #emu20dk

A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on


Strákarnir taka undir í þjóðsöngnum.



Ísland Pólland 7-2 10 mín #hsi #handbolti #emu20dk

A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

Tekið á því í vörninni

 

Ísland Pólland 25-18 40 mín #hsi #handbolti #emu20dk

A photo posted by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on

Elvar skorar mark

 



Egill skorar mark