Ísland hefur í dag leik í forkeppni Evrópumeistaramóts U-20 ára landsliða karla og fer riðillinn fram í Kielce í Póllandi.
Í riðli með íslenska liðinu eru Pólland, Búlgaría og Ítalía, en Ísland og Pólland mætast í fyrsta leik riðilsins í dag kl.16.00.
Lið Pólverja spilaði líkt og íslenska liðið á HM í Rússlandi í fyrra. Þar endaði pólska liðið í 19. sæti, sem gefur þó ekki rétta mynd af getu liðsins því að í riðlakeppninni gerðu þeir m.a. jafntefli við stekt lið Svía.
Allir leikir forkeppninnar eru í beinni útsendingu á netinu:
http://tvsports.pl/ (bein slóð er sennilega
http://tvsports.pl/index.php/live)
Einnig uppfærum stöðu á meðan leik stendur á Twitter og Instagram
https://twitter.com/hsi_iceland
https://instagram.com/hsi_iceland/