U-20 ára landslið kvenna sigraði í kvöld Hvíta Rússland 32-21 í fyrsta leik liðsins í undankeppni HM en leikið er í Strandgötu.
Staðan í hálfleik var 11-10 Ísland í vil.
Leikurinn var jafn í fyrri hálfleik en íslensku stelpurnar byrjuðu síðari hálfleik af miklum krafi og átti Hvíta Rússland aldei möguleika. Öruggur sigur 32-21 staðreynd.
Markahæst hjá Íslandi var Ragnheiður Júlíusdóttir með 9 mörk, Thea Imani Sturludóttir og Elena Elísabet Birgisdóttir skoruðu 5 mörk hvor.
Í síðari leik kvöldsins sigraði Ungverjaland lið Austurríkis örugglega eða 36-29.
Ísland mætir Ungverjalandi á morgun kl.14.00 í Íþrótthúsinu Strandgötu.