U-20 ára landslið karla | Tap gegn Dönum
Strákarnir okkar léku seinni leik sinn gegn Dönum að Ásvöllum í dag.
Íslenska liðið hóf leikinn af miklum krafti og höfðu strákarnir okkar frumkvæðið allan hálfleikinn. Staðan var 16-14 fyrir Ísland í hálfleik.
Í seinni hálfleik snerist leikurinn við því Danir tóku öll völd á vellinum. Íslenska liðið náði sér aldrei á strik í þessum hálfleik og endaði leikurinn með sigri Dana 32-25.
Þessir tveir leikir voru mikilvægir í undirbúning liðsins fyrir EM í sumar. Strákarnir léku vel í 3 af 4 hálfleikjum.
Markaskorarar Íslands:
Tryggvi Þórisson 7, Guðmundur Bragi Ástþórsson 6, Einar Bragi Aðalsteinsson 5, Benedikt Gunnar Óskarsson 2, Gauti Gunnarsson 2, Kristófer Máni Jónasson 1, Símon Michael Þórisson 1 og Andri Már Rúnarsson 1.