U-20 ára landslið karla | Leikir gegn Dönum um helgina
U-20 ára landslið karla leikur í kvöld og á morgun vináttulandsleiki við Dani, leikirnir fara fram á Ásvöllum í Hafnarfirði. Strákarnir okkar léku tvo leiki við Dani ytra fyrir áramót og nú eru þeir mættir til Íslands til að endurgjalda heimsókn landsliðsins á síðasta ári.
Liðin undirbúa sig nú fyrir Evrópumeistaramót U-20 ára landsliða karla sem fram fer í júlí í Portúgal. Þjálfarar U-20 landsliðs Íslands eru þeir Einar Andri Einarsson og Róbert Gunnarsson. Þjálfari danska liðsins er Arnór Atlason einn af silfurverðlaunahöfunum okkar frá því á Ólympíuleikunum 2008.
Leikurinn í kvöld hefst kl. 20:00 og á morgun mætast liðin öðru sinni kl. 16:00. Aðgangseyrir er 500 krónur en frítt er fyrir 16 ára og yngri. Leikjunum er streymt á Youtube-rás HSÍ.