U-19 ára landslið karla hélt á morgun af stað til Rússlands þar sem liðið tekur þátt á Heimsmeistaramótinu sem þar fer fram dagana 7.-20. Ágúst.

Ísland leikur í riðli B ásamt Spáni, Noregi, Þýsklandi, Egyptalandi og Venezúela.

Leikið er í Yekaterinburg og er leikaplan Íslands eftirfarandi (ath. tímasetningar að ísl tíma):

Laugardagur 8.ágúst

Ísland – Þýskaland kl.15.00

Sunnudagur 9.ágúst

Ísland – Spánn kl.13.00

Þriðjudagur 11.ágúst

Ísland – Egyptaland kl.09.00

Miðvikudagur 12.ágúst

Ísland – Noregur kl.11.00

Föstudagur 14.ágúst

Ísland – Venezúela kl.05.00

Í dag millilendir liðið í Helsingi á leið sinni til Rússland og mun liðið leika þar einn leik á móti úrvalsliði leikmanna frá Finnlandi áður en það heldur áfram för sinni til Rússlands.

HSÍ mun flytja fréttir af liðinu á meðan það er úti á www.hsi.is sem og á samfélagsmiðlum sambandsins en þá má finna hér að neðan:

Facebook:Handknattleikssamband Íslands

Twitter:hsi_iceland

Instagram:hsi_iceland

Hópurinn sem fór út er eftirfarandi:

Markmenn

Einar Baldvin Baldvinsson, Víkingur

Grétar Ari Guðjónsson, Haukar

Aðrir leikmenn

Arnar Freyr Arnarson, Fram

Aron Dagur Pálsson, Grótta

Birkir Benediktsson, Afturelding

Egill Magnússon, Stjarnan

Elvar Örn Jónsson, Selfoss

Hákon Daði Styrmisson, ÍBV

Hlynur Bjarnason, FH

Kristján Örn Kristjánsson, Fjölnir

Nökkvi Dan Elliðason, ÍBV

Óðinn Rikharðsson, HK

Ómar Ingi Magnússon, Valur

Sigtryggur Rúnarsson, Aue

Sturla Magnússon, Valur

Ýmir Örn Gíslason, Valur

Þjálfari er Einar Guðmundsson og honum til aðstoðar er Sigursteinn Arndal.