Íslensku stelpurnar í U19 kvenna töpuðu síðari leik sínum gegn Færeyjum í Vestmanna í kvöld með 6 mörkum. Lokatölur voru 31-25 fyrir heimaliðið.
Íslenska liðið náði því miður ekki að fylgja eftir góðri frammistöðu í gær og voru þær færeysku beittari allan leikinn og leiddu í hálfleik 15-11.
Síðari hálfleikurinn var betri hjá íslenska liðinu og náðu mest að minnka í 2 mörk þegar litið var eftir en áttu svo slakan lokakafla og misstu þannig þær færeysku aftur frá sér.
Markaskorar Íslands: Lilja Ágústsdóttir 7, Tinna Sigurrós Traustadóttir 7, Elín Klara Þorkelsdóttir 5, Brynja Katrín Benediktsdóttir 2, Alfa Brá Hagalín Oddsdóttir 1, Elísa Elíasdóttir 1, Embla Steindórsdóttir 1 og Katrín Anna Ásmundsdóttir 1.
Varin skot: Ethel Gyða Bjarnasen 10 og Elísa Helga Sigurðardóttir 3.