Stelpurnar í U19 töpuðu fyrir sterku liði Serba í dag á EM í Búlgaríu.
Íslenska liðið byrjaði illa og komust þær serbnesku í 0-4 á fyrstu 5 mínútunum. Eftir tæplega 20 mínútna leik hafði íslenska liðið náð að jafna leikinn í 6-6. Þá gáfu þær serbnesku í og var staðan í hálfleik 7-10 fyrir Serbíu.
Í seinni hálfleik átti íslenska liðið erfitt uppdráttar og þær serbnesku náðu að auka forskotið jafnt og þétt. Lokatölur 14 -22 fyrir Serbíu.
Sara Sif Helgadóttir átti ágætis leik í markinu og var valin maður leiksins hjá Íslandi.
Mörk Íslands í leiknum: Berta Rut Harðardóttir 5, Birta Rún Grétarsdóttir 3, Anna Karen Hansdóttir 2, Embla Jónsdóttir 1, Harpa María Friðgeirsdóttir 1, Katla María Magnúsdóttir 1, Lena Margrét Valdimarsdóttir 1.
Sara Sif Helgadóttir varði 17 skot í markinu.
Næsti leikur liðsins er á morgun á móti Stóra Bretlandi kl.14:00 að íslenskum tíma.