Stelpurnar okkar luku leik á æfingamótinu í Zory með sigri á Slóvakíu 28-26. Slóvakía var fyrir leikinn með eitt stig eftir jafntefli gegn Pólverjum. Ísland án stiga eftir töpin á móti Póllandi og Rússlandi.




Það var ljóst strax í upphafi að stelpurnar væru betur stemmdar en í fyrstu tveimur leikjunum. Mikið jafnræði var með liðunum en Slóvakía leiddi þó lengstum með 1-2 mörkum. Staðan í hálfleik var 12-13 Slóvakíu í vil.





Íslenska liðið kom af krafti inn í síðari hálfleikinn og náði fjótlega yfirhöndinni. Ísland náði mest að komast 5 mörkum yfir. Slóvakía gerðu áhlaup á íslenska liðið undir lok leiksins en okkar stelpur náðu að standast það og unnu að lokum tveggja marka sigur eins og fyrr segir 28-26. Markaskor dreifðist mikið og voru margar sem áttu góðan leik. Emba Jónsdóttir sem stýrði leik íslenska liðsins var valinn maður leiksins.





Markaskorarar Íslands:

Berta Rut Harðardóttir 5, Þóra María Sigurjónsdóttir 4, Alexandra Líf Arnarsdóttir 4, Tinna Sól Björgvinsdóttir 3, Anna Karen Hansdóttir 3, Anna Þyrí Halldórsdóttir 2, Embla Jónsdóttir 1, Auður Ester Gestsdóttir 1, Jónína Hlín Hansdóttir 1, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 1, Katla María Magnúsdóttir 1, Lena Margrét Valdimarsdóttir 1, Birta Rún Grétarsdóttir 1. 

Með sigrinum tryggði íslenska liðið sér þriðja sætið í mótinu. Rússar unnu mótið með 5 stig, Pólland í öðru sæti með 4 stig. Ísland í þriðja sæti með 2 stig og Slóvakía í fjórða sæti með 1 stig.