U-19 ára landslið kvenna vann fyrr í dag frábæran sigur á Litháen í fyrsta leik liðsins í undankeppni EM.

Stelpurnar okkar voru helst til rólegar á upphafsmínútunum og lentu 3-7 undir eftir 10 mínútur. En þá tók við virkilega góður kafli þar sem íslenska vörnin þéttist og sóknarleikurinn varð markvissari. í hálfleik var staðan 12-11, okkar stúlkum í hag.

Í síðari hálfleik léku íslensku stúlkurnar frábæran handbolta á köflum og náðu mest 10 marka forystu. Þó að Litháen hafi náð að klóra í bakkann á lokamínútunum hafðist góður sigur, 25-19.

Markarskorarar Íslands:

Sandra Erlingsdóttir 6, Lovísa Thompson 6, Andrea Jacobsen 5, Lena Margrét Valdimarsdóttir 2, Ragnhildur Edda Þórðardóttir 2, Mariam Eradze 2, Elva Arinbjarnar 1, Þóra Guðný Arnarsdóttir 1.

Selma Þóra Jóhannsdóttir varði 15 skot og Ástríður Glódís Gísladóttir varði 3 skot.

Á morgun leika stelpurnar okkar gegn Spánverjunum kl. 17.00 að íslenskum tíma. 

 

Frábær sigur gegn Litháen, 25-19. #handbolti #stelpurnarokkar #u19kv

A post shared by Handknattleikssamband Íslands (@hsi_iceland) on