Strákarnir okkar unnu frábæran tveggja marka sigur á Þjóðverjum í dag.
Þjóðverjar byrjuðu betur og komust í 1-3 en þá fór skellti íslenska vörnin í lás, Þjóðverjar skoruðu ekki mark í 14 mínútur og íslenska liðið komið með fimm marka forystu 8-3. Leikurinn jafnaðist eftir þetta og íslenska liðið hafði tveggja marka forystu í hálfleik, 12-10.
Þjóðverjar sóttu áfram í sig veðrið í síðari hálfleik og náðu að jafna leikinn nokkrum sinnum en okkar menn gáfu ekkert eftir og lönduðu í lokin tveggja marka sigri, 25-23.
Markaskorarar Íslands:
Arnór Snær Óskarsson 6, Guðjón Baldur Ómarsson 5, Dagur Gautason 4, Einar Örn Sindrason 3, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 3, Blær Hinriksson 2, Eiríkur Þórarinsson 1, Goði Ingvar Sveinsson 1.
Sigurður Dan Óskarsson varði 9 skot í markinu.
Á morgun leikur liðið til úrslita gegn Norðmönnum kl. 10.45 að íslenskum tíma.