Strákarnir okkar unnu góðan 5 marka sigur, 25-20 á móti Túnis í morgun.
Það var lítið skorað í upphafi leiks en smám saman náði íslenska liðið góðri forystu með frábærri vörn og góðri markvörslu. Staðan í hálfleik 12-6.
Strákarnir okkar hófu síðari hálfleikinn af krafti og náðu mest 8 marka forskoti. Illa gekk þó að hrista Túnis af sér, markvörður þeirra var í miklu stuði og varði vel allan leikinn. Túnis minnkaði muninn á lokamínútunum en fimm marka sigur Íslands var aldrei í hættu.
Dagur Gautason 6 mörk, Einar Örn Sindrason 4, Haukur Þrastarson 4, Tumi Steinn Rúnarsson 3, Eiríkur Guðni Þórarinsson 2, Goði Ingvar Sveinsson 1, Stiven Tobar Valencia 1, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 1, Arnór Snær Óskarsson 1, Blær Hinriksson 1, Guðjón Baldur Ómarsson 1.
Sigurður Dan Óskarsson varði 12 skot í leiknum og Svavar Ingi Sigmundsson varði 2 skot.