U-19 karla | Magnaður sigur á Slóvenum
U-19 ára karla hóf leik á Sparkassen Cup í Merzig í Þýskalandi fyrr í dag. Fyrsti leikurinn var gegn kunnuglegum andstæðingum, Slóvenum en liðin hafa mæst reglulega undanfarin misseri í stórskemmtilegum leikjum og varð lítil breyting á því í dag.
Íslenska liðið var ekki alveg með á nótunum á upphafsmínútunum og skoruðu Slóvenar fyrstu 4 mörk leiksins án þess að strákarnir okkar næðu skoti á mark. Slóvenar byggðu áfram upp forskot, um miðjan fyrri hálfleik var staðan 3-9 en þá varð mikill viðsnúningur og þegar flautað var til hálfleiks var jafnt 11-11.
Framan af síðari hálfleik var jafnt á öllum tölum en smám saman náðu strákarnir okkur undirtökunum og leiddu með 1-2 mörkum. Lokamínúturnar voru æsispennandi en að lokum var sigurinn okkar, 29-28.
Markaskorarar Íslands:
Baldur Fritz Bjarnason 13, Stefán Magni Hjartarson 4, Elís Aðalsteinsson 3, Ágúst Guðmundsson 2, Harri Halldórsson 2, Garðar Sindrason 2, Leó Halldórsson 1, Daníel Bæring Grétarsson 1 og Jason Stefánsson 1.
Jens Sigurðarson varði 7 skot og Sigurjón Atlason varði 3 skot.
Frábær sigur hjá strákunum í dag en á morgun bíða tveir leikir til viðbótar í riðlakeppninni, í fyrramálið kl. 10.20 mætir íslenska liðið B liði Þýskalands og í lokaleik riðilsins mætum við Hollendingum kl 14.20. Við minnum á ítarlega umfjöllun um mótið á handbolti.is