U-19 ára landslið karla hélt til Þýskalands í gær þar sem liðið tekur þátt í Luebecker Handballtage, æfingamóti sem er undirbúningur fyrir þátttöku liðsins á HM Georgíu í ágúst.

Íslenska liðið byrjaði ekki vel gegn Dönum í dag en eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn þá náðu íslensku strákarnir undirtökunum og leiddu með 2 mörkum í hálfleik, 16-14.

Í síðari hálfleik komst íslenska liðið mest 4 mörkum yfir en eftir það jafnaðist leikurinn.Lokamínúturnar voru æsispennandi en að lokum voru það Danir sem höfðu þriggja marka sigur, 33-30.

 

Markarskorarar Íslands:

Teitur Örn Einarsson 8, Örn Östenberg 4, Birgir Birgisson 4, Sveinn Andri Sveinsson 4, Kristófer Dagur Sigurðsson 3, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 2, Sveinn Jose Rivera 2, Hafþór Vignisson 2, Úlfur Kjartansson 1.

Á laugardaginn kl. 14.00 mætir íslenska liðið unglingaliði Fucshe Berlin, en þeir tóku sæti Alsír í mótinu.