Strákarnir okkar unnu góðan sigur gegn Hollandi í leik um 7. sætið á Sparkassen Cup fyrr í dag.
Jafnt var á með liðunum framan af þó íslensku strákarnir hafi lengstum verið yfir, staðan í hálfleik 14-13 fyrir okkar menn.
Í síðari hálfleik náðu strákarnir mest 5 marka forystu sem þeir létu aldrei af hendi. Þó að Hollendingar hafi náð að klóra í bakkann á lokamínútunum var sigurinn aldrei í hættu og lauk leiknum 28-25.
Markaskorarar Íslands:
Hafþór Vignisson 8, Örn Östenberg 5, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 4, Kristófer Dagur Sigurðsson 3, Hannes Grimm 2, Alexander Jón Másson 2, Teitur Örn Einarsson 2, Kristján Hjálmsson 1, Ágúst Grétarsson 1.
Lærdómríku og skemmtilegu móti lokið hjá U-19 ára landsliðinu í Þýskalandi. Margir leikmenn að stíga sín fyrstu skref með landsliðinu og eru reynslunni ríkari. Mótið nýttist einstaklega vel til að auka breiddina í þessum aldursflokki og hefur verið góður undirbúningur fyrir HM í Georgíu í sumar.