U-19 karla | 6 marka sigur á Sviss
Annar leikdagur á Sparkassen Cup í Merzig hófst í hádeginu og voru Svisslendingar andstæðingar strákanna okkar í fyrri leik dagsins.
Íslenska liðið hóf leikinn af miklum krafti og náði strax 3-4 marka mun. Sóknarleikurinn var vel smurður og þegar liðin gengu til búningsklefa var staðan 17-13.
Það sama var uppi á teningnum í síðar hálfleik og bætti íslenska liðið frekar í á lokamínútunum sem skilaði 6 marka sigri, 33-27.
Markaskorarar Íslands:
Reynir Þór Stefánsson 8, Skarphéðinn Ívar Einarsson 6, Kjartan Þór Júlíusson 5, Eiður Rafn Valsson 4, Elmar Erlingsson 3, Daníel Örn Guðmundsson 2, Hans Jörgen Ólafsson 1, Atli Steinn Arnarson 1, Sigurður Snær Sigurjónsson 1, Þorvaldur Örn Þorvaldsson 1, Hinrik Hugi Heiðarsson 1.
Ísak Steinsson varði 11 skot og Breki Hrafn Árnason varði 1 skot.
Með þessum sigri tryggði íslenska liðið sér sigur í riðlinum og sæti í undanúrslitum en lokaleikur riðlakeppninnar er gegn heimamönnum í Saar kl. 18.20 að íslenskum tíma. Eftir þann leik liggur fyrir hverjir verða mótherjar strákanna okkar í undanúrslitum á morgun.