Strákarnir okkar urðu að sætta sig við 7 marka tap gegn Norðmönnum í úrslitaleiknum á Nations Cup í morgun.
Leikurinn fór afar rólega af stað, liðin skiptust á að hafa forystu en þegar líða tók á hálfleikinn náði Ísland yfir höndinni og hafði mest þriggja marka forystu. Norðmenn bættu hinsvegar í á lokamínútum fyrri hálfleiks og jöfnuðu leikinn á lokasekúndunum, staðan 16-16 þegar liðin gengu til búningsklefa.
Norðmenn hófu síðari hálfleik af krafti og skoruðu fyrstu tvö mörkin og þó svo að sá munur hafi haldist framan af hálfleiknum þá voru íslensku strákarnir ekki að finna sig, varnarleikurinn slakur, lítil markvarsla og fjölmörg dauðafæri fóru forgörðum. Seinustu 10 mínútur leiksins gengu Norðmenn á lagið á unnu að lokum 7 marka sigur 28-35.
Strákarnir okkar virkuðu þreyttir í leiknum og náðu engan veginn að fylgja eftir góðum sigri á Þjóðverjum í gær en þetta mót fer í reynslubankann og hefur verið góður undirbúningur fyrir HM 19 ára landsliða sem fram fer í Makedóníu í ágúst.
Markaskorarar Íslands:
Tumi Steinn Rúnarsson 6, Arnór Snær Óskarsson 4, Stiven Tobar Valencia 4, Dagur Gautason 3, Eiríkur Guðni Þórarinsson 2, Einar Örn Sindrason 2, Goði Ingvar Sveinsson 1, Viktor Andri Jónsson 1, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 1, Guðjón Baldur Ómarsson 1, Tjörvi Týr Gíslason 1, Blær Hinriksson 1, Ólafur Brim Stefánsson 1.
Sigurður Dan Óskarsson varði 6 skot í leiknum.