Stelpurnar okkar spiluðu tvo leiki í dag, í morgun gegn Sviss og svo eftir hádegið á móti Noregi.
Strax í fyrri hálfleik lentu stelpurnar í vandræðum á móti Sviss og stóð leikar 10-5 í þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Í síðari hálfleik sýndu okkar stelpur sitt rétta andlit og náðu smám saman að minnka muninn. En því miður var það of seint og Sviss vann með tveggja marka mun, 12-14.
Mörk Íslands í leiknum:
Sandra Erlingsdóttir 6, Lovísa Thompson 3, Andrea Jacobsen 2 og Elín Ólöf Guðjónsdóttir 1.
Seinni leikur dagsins var gegn frábæru liði Norðmanna. Leikurinn var í járnum í fyrri hálfleik þó svo að þær norsku hafi leitt mest allan tímann, staðan í hálfleik 8-11.
Í síðari hálfleik sýndu þær norsku klærnar og keyrðu yfir okkar stelpur, lokatölur 14-24.
Mörk Íslands í leiknum:
Sandra Erlingsdóttir 6, Anna Katrín Stefánsdóttir 3, Andrea Jacobsen 2, Elín Helga Lárusdóttir 1,
Lovísa Thompson 1 og Berta Rut Harðardóttir 1.
Lokastaðan í riðlinum:
Þetta þýðir að íslenska liðið lendir í 4. sæti í riðlinum og spilar því um sæti 13.-18. í mótinu.
Með íslenska liðinu í milliriðli verða Slóvakía og Georgía.
Leikir Íslands á milliriðli:
6. júlí kl.15.00* Ísland – Slóvakía Lisebergshallen
7. júlí kl.12.30* Ísland – Georgía Lisebergshallen
*Ath íslenskir tímar.