U-18 kvenna | Stórsigur gegn Indlandi
Íslensku stelpurnar í u18 unnu í dag stórsigur gegn liði Indverja á HM í Chuzhou í Kína. Það varð strax ljóst að islensku stelpurnar ætluðu sér ekkert annað en sigur. Þær unnu boltann hvað eftir annað í vörninni og keyrðu yfir Indverska liðið. Hálfleikstölur 17-4.
Seinni hálfleikurinn þróaðist svipað og sá fyrri enda getumunurinn á liðunum mikill. Lokatölur 33-15 og því ljóst að Ísland spilar um 25.sætið á mótinu.
Mörk Íslands: Þóra Hrafnkelsdóttir 7, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 6, Ágústa Rún Jónasdóttir 4, Kristbjörg Erlingsdóttir 4, Ásrún Inga Arnarsdóttir 3, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 3, Guðrún Hekla Traustadóttir 2, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 1, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 1, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 1, Lydía Gunnþórsdóttir 1/1.
Varin skot: Ingibjörg Lovísa Hauksdóttir 6, 43% – Elísabet Millý Elíasardóttir 1, 13%.
Leikur Íslands um 25. sætið á mótinu er gegn Angóla og hann fer fram kl. 10:00 á íslenskum tíma á morgun, föstudag. Við minnum síðan á nánari umfjöllun um liðið sem má finna inná handbolti.is og miðlum hsi.