U-18 kvenna | Stórsigur gegn Angóla
Íslensku stelpurnar í U-18 enduðu HM í Chuzhou með stórsigri gegn Angóla. Stelpurnar spiluðu frábæra 6-0 vörn í fyrri hálfleik með Ingunni Maríu í miklu stuði þar fyrir aftan. Angóla komst lítið áleiðis og tapaði boltanum ítrekað á klaufalegan hátt. Staðan í hálfleik 18-11.
Íslenska liðið hélt áfram uppteknum hætti í síðari hálfleik, frábær vörn bæði 6-0 og 5-1 skilaði góðri markvörslu og einföldum mörkum úr hraðaupphlaupum. Liðið komst fljótlega 10 mörkum yfir og gaf Angóla aldrei séns á því að vinna sig inn í leikinn.
Frábær stemmning var í stúkunni hjá þeim fjölmörgu stuðningsmönnum íslenska liðsins sem lagt hafa för sína alla leið til Kína til að styðja við liðið. Frekar umfjöllum um leikinn má finna inná handbolti.is og hsi.is