U-18 kvenna | Slæmt tap gegn Rúmeníu
Íslensku stelpurnar í U-18 töpuðu í dag gegn Rúmeníu með 27-14 í seinni leik sínum í milliriðli Forsetabikarsins á heimsmeistaramótinu í Chuzhou í Kína.
Íslensku stelpurnar léku ágætlega í fyrri hálfleik þar sem þær rúmensku höfðu þó yfirhöndina 13-9 þegar flautað var til hálfleiks.
Seinni hálfleikurinn reyndist íslensku stelpunum afar erfiður þar sem þær töpuðu boltum ítrekað eða létu öflugan markvörð Rúmena verja frá sér úr góðum færum. Í kjölfarið skoraði Rúmenska liðið fjölmörg mörk úr hraðaupphlaupum eða í tómt markið.
Mörk Íslands: Lydía Gunnþórsdóttir 4, Guðrún Hekla Traustadóttir 2, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 2, Þóra Hrafnkeldóttir 2, Ágúst Run Jónasdóttir 1, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 1, Dagmar Guðrún Pálsdóttir 1/1, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 1.
Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 8, 28% – Elísabet Millý Elíasardóttir 0.
Við þessi úrslit er ljóst að Ísland keppir um 25.-28. sæti mótsins og mæta stelpurnar Indlandi í þeirri baráttu á fimmtudag kl. 7.45 á íslenskum tíma. VIð minnum á að nánari umfjöllun má finna á handbolti.is