U-18 ára landslið kvenna spilaði við Rúmeníu og Svartfjallaland í dag.
Fyrri leikurinn var gegn Rúmeníu sem endaði í 4. sæti á heimsmeistaramóti 17 ára liða seinasta sumar.
Stelpurnar byrjuðu leikinn af miklum krafti og var jafnt framan af, í hálfleik stóðu leikar 6-7 Rúmeníu í hag.
Þó svo að rúmenska liðið hafi sigið fram úr í seinni hálfleik gáfust íslensku stelpurnar aldrei upp, lokatölur 12-16 fyrir Rúmena.
Mörk Ísland geng Rúmeníu:
Andrea Jacobsen 4, Sandra Erlingsdóttir 3, Anna Katrín Stefánsdóttir 2,
Þóra Guðný Arnarsdóttir 2, Eyrún Ósk Hjartardóttir 1.
Í seinni leik dagsins var leikið gegn Svartfjallalandi, þar er mikil handboltahefð og þá sérstaklega í kvennahandboltanum.
Svipað og í leiknum gegn Rúmeníu var jafnt framan af, þó hafði íslenska liðið forystu í hálfleik, 6-7.
Í seinni hálfleik settu svo stelpurnar okkar í fluggírinn og lönduðu frábærum sigri 9-15.
Frábær leikur hjá okkar stúlkum og eiga þær mikið hrós skilið.
Mörk Íslands gegn Svartfjallalandi:
Eyrún Ósk Hjartardóttir 3, Sandra Erlingsdóttir 3, Andrea Jacobsen 3,
Alexandra Diljá Birkisdóttir 3, Lovísa Thompson 2, Anna Katrín Stefánsdóttir 1.
Á morgun spila stelpurnar gegn Sviss kl.11.00 og þá gegn Noregi kl.14.30. Ath. þetta eru íslenskir tímar.