U-18 kvenna | Sigur á Gíneu
Íslenska landsliðið sigraði í dag lið Gíneu 25-20 í hörkuleik eftir að hafa verið tveim mörkum yfir í hálfleik 13-11.
Íslenska liðið byrjaði leikinn vel og komst yfir 4-0 í upphafi leiks og leiddi síðar 8-4. Lið Gíneu syndi hinsvegar mikla seiglu og vann sig vel inn í leikinn og náði muninum niður í 2 mörk fyrir hlé 13-11.
Seinni hálfleikurinn var svo jafn og spennandi þangað til stelpurnar okkar náðu frábærum endasprett þar sem þær breittu stöðunni úr 20-20 í 25-20 sem urðu svo lokatölur leiksins.
Dagmar Guðrún Pálsdóttir var valin maður leiksins eftir vaska frammistöðu á báðum endum vallarins.
Frammundan hjá liðinu er milliriðil þar sem stelpurnar leika við Egyptaland á mánudag og Rúmeníu á þriðjudag.
Nánari umfjöllun um leikinn og mótið má finna inná Handbolti.is
Mörk Íslands: Dagmar Guðrún Pálsdóttir 6, Þóra Hrafnkelsdóttir 4, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 3, Guðrún Hekla Traustadóttir 3, Lydía Gunnþórsdóttir 3/1, Gyða Kristín Ásgeirsdóttir 2, Alexandra Ósk Viktorsdóttir 1, Ágústa Rún Jónasdóttir 1, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 1, Kristbjörg Erlingsdóttir 1.
Varin skot: Elísabet Millý Elíasardóttir 4, 27% – Ingibjörg Lovísa Hauksdóttir 3, 27%.