U-18 kvenna | Jafntefli við Egypta

Íslenska landsliðið gerði í dag jafntefli við öflugt lið Egypta 20-20 eftir að jafnt hafi verið í hálfleik 11-11. Þetta var fyrri leikur liðsins í milliriðli Forsetabikarsins. Íslenska liðið byrjaði leikinn vel og leiddi leikinn framan af með 2-3 mörkum. Egyptarnir gáfu hinsvegar ekkert eftir og náðu að jafna fyrir hlé 11-11.

Síðari háfleikurinn var mjög jafn þar til stelpurnar okkar náðu forustu 19-16 þegar um 10 mínútur lifðu leiks. Egyptarnir náðu hinsvegar sterkum lokakafla og jöfnuðu 20-20. Bæði lið fengu sénsa til að gera út um leikinn í lokin en allt kom fyrir ekki og jafntefli niðurstaðan.

Mörk Íslands: Dagmar Guðrún Pálsdóttir 8, Ásthildur Jóna Þórhallsdóttir 4, Lydía Gunnþórsdóttir 3, Bergrós Ásta Guðmundsdóttir 2, Ásrún Inga Arnarsdóttir 1, Guðmunda Auður Guðjónsdóttir 1, Guðrún Hekla Traustadóttir 1.

Varin skot: Ingunn María Brynjarsdóttir 11, 37% – Elísabet Millý Elíasardóttir 1/1, 100%.

Ísland er þar með komið með þrjú stig í riðlinum og leikur á morgun við lið Rúmeníu sem er efst með fjögur. Leikurinn hefst klukkan 08.00 að íslenskum tíma.

Nánari umfjöllun má finna inna Handbolti.is og hsi.is