Íslensku stelpurnar gerðu jafntefli við Slóvakíu í leik dagsins á Opna Evrópumótinu í Gautaborg.
Þessi leikur var sá fyrsti í milliriðli og nú hefur leiktíminn verið lengdur í 2 x 25mín.
Leikurinn fór fjörlega af stað og var mikið skorað framan af leik, staðan í hálfleik 14-12 fyrir Slóvakíu.
Seinni hálfleikur var frábær skemmtun, okkar stelpurnar léku virkilega vel sem að lokum skilaði einu stigi í hús. Lokatölur 25-25.
Mörk Íslands í leiknum:
Anna Katrín Stefánsdóttir 9, Lovísa Thompson 5, Andrea Jacobsen 5, Sandra Erlingsdóttir 3,
Alexandra Diljá Birkisdóttir 2 og Eyrún Ósk Hjartardóttir 1.
Á morgun spila stelpurnar gegn Georgíu kl. 12.30 (íslenskur tími).