Ísland og Slóvakía spiluðu þriðja leikinn á þremur dögum í Puchov í Slóvakíu í dag. Íslensku stelpurnar byrjuðu leikinn af miklum krafti og voru vörn og markvarsla frábær. Staðan í hálfleik var 12 – 6 fyrir Ísland.
Stelpurnar gáfu ekkert eftir í seinni hálfleik og juku muninn jafnt og þétt og luku leiknum með stórsigri 26-14. Frábær leikur hjá liðinu og allir leikmenn liðsins komu við sögu í dag og skilaði hver ein og einasta sínu hlutverki virkilega vel. Mörk Íslands: Sara Dögg Hjaltadóttir 9, Alexandra Líf Arnarsdóttir 4, Erna Guðlaug Gunnarsdóttir 4, Harpa María Friðgeirsdóttir 3, Anna Karen Hansdóttir 2, Ísabella María Eriksdottir 2, Ágústa Huld Gunnarsdóttir 1, Jónína Hlín Hansdóttir 1.
Sara Sif Helgadóttir varði 17 skot í leiknum og Margrét Einarsdóttir varði 4.