U-18 karla | Tap í framlengingu
U-18 ára landslið karla mætti Ungverjum í leik um 3. sætið á EM í Svartfjallalandi fyrr í dag.
Strákarnir okkar höfðu frumkvæðið framan af leik en smám saman náðu Ungverjar að komast inn í leikinn og var jafnt á flestum tölum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks. Íslensku drengirnir áttu þó lokamark fyrri hálfleiks og gengu til búningsklefa með eins marks forystu, 16-15.
Þjálfarar íslenska liðsins skiptu yfir í 5:1 varnarleik í upphafi síðari hálfleiks og eftir fylgdi góður kafli þar sem strákarnir okkar komust mest 5 mörkum yfir. Liðið varð þó fyrir miklu blóðfalli á 42. mínútur þegar Dagur Árni Heimisson fékk beint rautt spjald og þurftu strákarnir okkar nokkrar mínútur til að finna taktinn aftur. Lokamínúturnar voru æsispennandi en það var Ungverjar sem skoruðu seinustu tvö mörkin og jöfnuðu leikinn, staðan 32-32 eftir venjulegan leiktíma og því framlengt.
Báðum liðum gekk illa að skora í fyrra hluta framlengingarinnar en í byrjun þess síðari skoruðu Ungverjar 3 mörk í röð og tryggðu sér í raun sigurinn í þessum mikla spennuleik. Lokatölur 34-36 Ungverjum í hag.
Markaskorarar Íslands:
Ágúst Guðmundsson 6, Jens Bragi Bergþórsson 6, Harri Halldórsson 5, Garðar Ingi Sindrason 5, Dagur Árni Heimisson 4, Nathan Doku Helgi Asare 3, Antonie Óskar Pantano 3, Daníel Montoro 1 og Stefán Magni Hjartarson 1.
Jens Sigurðarson varði 9 skot í leiknum.
Það var sárt að tapa í dag en drengir mega vel við una, 4. sætið á EM er frábær árangur og gefur góð heit fyrir framhaldið. Alls spiluðu drengirnir 8 leiki í ferðinni, unnu 5 en töpuðu 3. Margir þessara leikja er gegn sterkustu þjóðum álfunnar og óhætt að segja það séu forréttindi að fá að fylgjast með þessum drengjum hér úti. Þeir lögðu sig alla í hvert einasta verkefni og uppskáru eftir því.