U-18 ára landslið karla tapaði fyrir Spánverjum, 27-33 í lokaleik í milliriðli á EM í Króatíu. Tapið kemur þó ekki að sök þar sem íslenska liðið hafði þegar tryggt sér sigur í riðlinum.
Fyrstu mínúturnar var leikurinn í jafnvægi en eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn náði spænska góðri forystu og leiddi með 5 mörkum þegar liðin gengu til búningsklefa, 13-18.
Þessi munur á liðunum hélst framan af síðari hálfleik en íslenska liðið náði þó að minnka muninn í þrjú mörk þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum. En það voru Spánverjar sem voru sterkari á lokakaflanum og unnu sanngjarnan sigur, 27-33.
Þrátt fyrir tapið er vinnur íslenska liðið milliriðilinn og mætir Króatíu í undanúrslitum á föstudaginn. Í hinum undanúrslitariðlinum mætast Svíþjóð og Danmörk.
Markaskorarar Íslands:
Einar Örn Sindrason 5, Viktor Andri Jónsson 4, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 4, Dagur Gautason 3, Jón Bald Freysson 2, Tjörvi Týr Gíslason 2, Hafsteinn Óli Ramos Rocha 2, Goði Ingvar Sveinsson 2, Stiven Tobar Valencia 2, Arnar Máni Rúnarsson 1.
Sigurður Dan Óskarsson varði 8 skot og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 3.