U-18 karla | Tap gegn Slóvenum
Slóvenar voru andstæðingar dagsins í 4 liða mótinu í hér í Ungverjalandi í dag. Liðin mættust í undanúrslitum á Sparkassen Cup í desember þar strákarnir okkar höfðu betur í vítakastkeppni og því ljóst að um hörkuleik var að ræða.
Frá fyrstu mínútu voru það Slóvenar sem höfðu frumkvæðið og leiddu nánast allan fyrri hálfleikinn með 2-3 marka mun. Á lokamínútunum gerðu íslensku strákarnir sig seka um tvenn slæm mistök og því voru það Slóvenar sem leiddu í hálfleik, 13-17.
Í upphafi síðari hálfleiks leit út fyrir að þetta yrði þægilegur sigur Slóvena sem náðu fljótlega 7 marka forystu. Það var ekki fyrr en síðasta korterið sem strákarnir okkar sýndu sitt rétta andlit og minnkuðu muninn niður í tvö mörk. Það nægði þó ekki og því fögnuðu Slóvenar í loks leiks, lokatölur 28-30.
Markaskorar Íslands:
Ágúst Guðmundsson 7, Dagur Árni Heimisson 6, Garðar Ingi Sindrason 5, Stefán Magni Hjartarson 3, Harri Halldórsson 2, Ævar Gunnarsson 2, Jens Bragi Bergþórsson 1, Antonie Óskar Pantano 1 og Nathan Helgi Assaru Doku 1.
Jens Sigurðarson varði 8 skot og Elías Sindri Pilman varði 2 skot.
Á morgun mætir íslenska liðð Íran kl. 13.45, strákarnir okkar verða eflaust staðráðnir í að sína sitt rétta andlit eftir heldur slakan leik í dag. Leikurinn verður nánar auglýstur á miðlum HSÍ en auk þess viljum við minna á umfjöllun www.handbolti.is um U-18 ára landsliðs karla.