U-18 ára landslið karla tapaði í dag gegn Serbum í sveiflukenndum leik á EM í Króatíu.
Erfiðlega gekk að finna netmöskvanna í byrjun leiks og lendu strákarnir því snemma undir. Þrátt fyrir það komst jafnvægi á leik liðsins eftir því sem leið á hálfleikinn, hálfleikstölur 14-19 Serbum í hag.
Strákarnir komu virkilega einbeittir til leiks í seinni hálfleik og náðu tvisvar að minnka muninn í 1 mark, en allt koma fyrir ekki. Serbarnir spiluðu grimma vörn og refsuðu jafnharðan með hraðaupphlaupum. Að lokum höfðu þeir aftur náð fyrri forystu, lokatölur 36-31 Serbum í vil.
Mörk Ísland í leiknum:
Teitur Örn Einarsson 9, Gísli Þorgeir Kristjánsson 8, Bjarni Ófeigur Valdimarsson 4, Kristófer Sigurðsson 3, Alexander Másson 2, Elliði Snær Viðarsson 1, Sveinn Jóhansson 1, Arnar Freyr Guðmundsson 1, Jóhann Kaldal Jóhannsson 1, Sveinn Sveinsson 1.
Andri Scheving varði 7 skot og Viktor Gísli Hallgrímsson varði 2.
Á morgun leika strákarnir gegn Þjóðverðjum kl.15.00.
Myndir, viðtöl og myndbrot birtast á samfélagsmiðlum HSÍ síðar í dag.