U-18 karla | Tap gegn Frakklandi
U-18 ára landslið karla spilaði í kvöld sinn fyrsta leik á æfingamótinu í París gegn Frakklandi. Frakkar leiddu í hálfleik 18 – 13 en þeir höfðu yfirhöndina mest allan fyrri hálfleikinn.
Frakkar héldu uppteknum hætti í síðari hálfleik og náðu mest 10 marka forustu á strákana okkar. Leikurinn endaði með 37 – 28 sigri Frakka.
Mörk Íslands í kvöld skoruðu Elmar Erlingsson 9, Skarphéðinn Einarsson 5, Atli Arnarsson 4, Össur Haraldsson 3, Kjartan Júlíusson 3, Reynir Stefánsson 2 og Sigurður Sigurjónsson 1 mark.
Breki Árnason varði 7 skot og Kristján Odsson 1.
Ísland leikur á morgun gegn Króatíu og hefst leikurinn kl. 17:00, hægt er að fylgjast með leiknum á Youtube síðu mótsins: https://www.youtube.com/c/TIBYHandball/featured