U-18 ára landslið karla endaði í 2. sæti á Sparkassen Cup eftir tap gegn Þjóðverjum í stórskemmtilegum úrslitaleik. Fyrr í dag lögðu íslensku strákarnir Hvíta-Rússland í undanúrslitum.
Undanúrslit: ÍSLAND – HVÍTA RÚSSLAND
Íslenska liðið hafði yfirhöndina allt frá byrjun á móti Hvít-Rússum, staðan í hálfleik 17-12. Hvít-Rússar byrjuðu síðari hálfleikinn af krafti en strákarnir okkar létu það ekki á sig fá og lönduðu góðum 8 marka sigri 24-32.
Markaskorarar Íslands:
Benedikt Gunnar Óskarsson 10, Andri Már Rúnarsson 6, Arnór Viðarsson 4, Kristófer Máni Jónasson 4, Ísak Gústafsson 3, Andri Finnsson 2, Arnór Ísak Haddsson 1, Tryggvi Þórisson 1, Jóhannes Berg Andrason 1.
Brynjar Vignir Sigurjónsson varði 7 skot og Einar Rafn Magnússon varði 6 skot.
Úrslit: ÍSLAND – ÞÝSKALAND
Jafnt var á með liðunum fram eftir öllum fyrri hálfleik, mikið skorað en ekki fór mikið fyrir varnarleik og markvörslu hjá liðunum. Undir lok hálfleiksins náðu Þjóðverjar tveggja marka forystu og leiddu í hálfleik 16-18.
Þjóðverjar héldu áfram forystu allan síðari hálfleikinn en íslenska liðið var alltaf skammt undan en þrátt fyrir góða baráttu hjá strákunum okkar kom allt fyrir ekki og lokum höfðu Þjóðverjar þriggja marka sigur, 32-35.
Markaskorar Íslands:
Benedikt Gunnar Óskarsson 9, Andri Már Rúnarsson 5, Ísak Gústafsson 5, Arnór Viðarsson 5, Símon Michael Guðjónsson 2, Tryggvi Þórisson 2, Kristófer Máni Jónasson 2, Arnór Ísak Haddsson 1, Tómas Sigurðsson 1.
Brynjar Vignir Sigurjónsson varði 6 skot í leiknum.
Flott frammistaða hjá íslenska liðinu í mótinu, næstu verkefni liðsins eru í sumar þar sem liðið fer m.a. á Evrópumót í Slóveníu í ágúst.
Þjálfarar liðsins eru þeir Heimir Ríkarðsson og Guðmundur Helgi Pálsson.