U-18 ára landslið karla tapaði gegn Þjóðverjum í morgun en unnu góðan sigur á Ítölum í seinni leik dagsins.
Staðan var 11-11 eftir jafnan og spennandi fyrri hálfleik gegn Þjóðverjum, en í síðari hálfleik gekk allt á afturfótunum og að lokum lönduðu Þjóðverjum sannfærandi 7 marka sigri, 21-28.
Markaskorarar Íslands:
Arnór Viðarsson 7, Benedikt Gunnar Óskarsson 7, Kristófer Máni Jónasson 2, Ísak Gústafsson 2, Símon Michael Guðjónsson 1, Kristján Pétur Barðason 1, Tryggvi Þórisson 1.
Brynjar Vignir Sigurjónsson varði 6 skot og Einar Rafn Magnússon varði 2 skot.
Í síðari leik dagsins mættu íslensku strákarnir Ítölum, jafnt var á með liðunum í fyrri hálfleik og staðan að honum loknum 8-8. Í síðari hálfleik stigu okkar menn á bensíngjöfina og unnu góðan 5 marka sigur, 22-17.
Markaskorarar Íslands:
Kristófer Máni Jónasson 4, Arnór Viðarsson 3, Gunnar Hrafn Pálsson 3, Símon Michael Guðjónsson 2, Andri Finnsson 2, Ísak Gústafsson 2, Jóhannes Berg Andrason 2, Tómas Sigurðsson 2, Benedikt Gunnar Óskarsson 1, Andri Már Rúnarsson 1.
Brynjar Vignir Sigurjónsson varði 12 skot og Einar Rafn Magnússon varði 2 skot.
Á morgun leika strákarnir í undanúrslitum gegn Hvítrússum en í hinum undanúrslitaleiknum mætast Þjóðverjar og Færeyingar. Leikur Ísland og Hvíta-Rússlands hefst kl. 11.30 að íslenskum tíma og má sjá hann í beinni útsendingu hér:
https://sportdeutschland.tv/handball/sparkassen-cup-2019-finalspiele