U-18 karla | Sigur og tap á Sparkassen Cup
U-18 ára landslið karla lék tvo leiki á Sparkassen Cup í dag. Óhætt er að segja að leikirnir hafi verið eins og svart og hvítt en liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum með sigri í seinni leiknum nú í kvöld.
Fyrri leikurinn var gegn Þjóðverjum, eftir jafnar upphafsmínútur náðu Þjóðverjar 3-5 marka forystu sem hélst fram að hálfleik. Staðan í hálfleik var 8-13 Þjóðverjum í hag. Strákarnir hófu síðari hálfleikinn af krafti en slök færanýting varð liðinu að falli, að lokum voru það Þjóðverjar sem lönduðu 8 marka sigri, 18-26.
Markaskorar Íslands:
Ágúst Guðmundsson 6, Jens Bragi Bergþórsson 5, Stefán Magni Hjartarson 2, Dagur Árni Heimisson 2, Harri Halldórsson 1, Hugi Elmarsson 1 og Marel Baldvinsson 1.
Óskar Þórarinsson varði skot 5 skot og Jens Sigurðarson varði 4 skot.
Í síðari leik dagsins léku strákarnir gegn Belgum. Strax frá upphafi var ljóst að töluverður styrkleikamunur var á liðunum og skoruðu strákarnir okkar fjölmörg mörk úr hraðaupphlaupum. Í hálfleik var staðan 17-5 strákunum okkar í hag. Aðeins hægðist á leiknum í síðari hálfleik en sigur íslenska liðsins var aldrei í hættu, lokatölur 33-14.
Markaskorarar Íslands:
Antoine Óskar Pantano 9, Daníel Montoro 8, Harri Halldórsson 4, Marel Baldvinsson 4, Dagur Leó Fannarsson 3, Garðar Ingi Sindrason 2, Nathan Doku Helgi Asare 1, Magnús Dagur Jónatansson 1 og Jens Sigurðarson 1.
Óskar Þórarinsson og Jens Sigurðarson vörðu 7 skot hvor í leiknum.
Íslenska liðið mætir Slóvenum í undanúrslitum á morgun kl. 11.30 að íslenskum tíma.
Á myndinni sjáum við Antoine Óskar Pantano (Grótta) og Daníel Montoro (Valur) en þeir áttu báðir flottan leik á móti Belgum.