U-18 ára landslið karla vann góðan 5 marka sigur á Pólverjum, 25-20 í hörkuleik fyrr í dag en þetta var fyrsti leikur liðsins á EM í Króatíu.

Eftir jafnar upphafsmínútur þar sem liðunum gekk illa að skora náði íslenska liðið frumkvæðinu og hafði þriggja marka forystu í hálfleik, 12-9.

Þrátt fyrir að íslenska liðið næði fljótlega 5 marka forystu í síðari hálfleik þá gekk illa að hrista Pólverja af sér. Munurinn fór niður í 2 mörk þegar um 10 mínútur voru eftir af leiknum en sögðu strákarnir okkar hingað og ekki lengra, Viktor Gísli smellti í lás í markinu og fljótlega var forskotið komið í 6 mörk. Það má því segja að sigur okkar manna hafi verið sanngjarn en á liðið ennþá nóg inni.

Viktor Gísli Hallgrímsson var valinn besti leikmaður íslenska liðsins í dag en hann varði 19 skot í markinu. 

Markaskorarar Íslands:

Dagur Gautason 9, Haukur Þrastarson 4, Eiríkur Guðni Þórarinsson 4, Arnór Snær Óskarsson 3, Goði Ingvar Sveinsson 2, Þorleifur Rafn Aðalsteinsson 2, Tumi Steinn Rúnarsson 1.

Viktor Gísli Hallgrímsson varði 19 skot í markinu, þar af 3 vítaköst.

Á morgun leika strákrnir okkar gegn Svíum kl. 14.30. Svíar unnu í dag sannfærandi sigur á Slóveníu, 29-21 og má því reikna með hörkuleik á morgun. Leikurinn er sýndur á ehfTV.com

Samfélagsmiðlar HSÍ:

Heimasíða HSÍ:
http://www.hsi.is/

Facebook:
https://www.facebook.com/hsi.iceland/

Instagram:
https://www.instagram.com/hsi_iceland/

Heimasíða mótsins:
https://m18euro2018.com/

Leikjadagskrá:
http://www.eurohandball.com/ech/18/men/2018/round/1/Final+Tournament

ehfTV:
https://www.ehftv.com/int/livestream-schedule/2018/august

Facebook síða mótsins:
https://www.facebook.com/M18EHFEURO2018/