Strákarnir eru þessa dagana á Sparkassen Cup í Þýskalandi.
Í dag mættu þeir héraðsliðinu Saar og höfðu sigur 22-20 í hörkuleik. Íslensku strákarnir byrjuðu betur og fóru inn í hálfleik með 4 marka forystu, 12-8. Þessum mun héldu strákarnir framan af seinni hálfleik og komust meðal annars í 17-12 en þá fóru heimamenn heldur að bæta í og þegar 2 mínútur voru eftir minnkuðu þeir muninn í 21-20. En íslensku strákarnir stóðust áhlaupið og unnu sem áður sagði með tveimur mörkum, 22-20.
Markarskor íslenska liðsins:
Teitur Örn Einarsson 7, Gísli Þorgeir Kristjánsson 4, Sveinn Jóhannsson 4, Arnar Freyr Guðmundsson 3, Úlfur Gunnar Kjartansson 3, Jóhann Kaldal Jóhannsson 1.
Andri Ísak Sigfússon varði 12 skot og Andri Scheving varði 6 skot.
Heimasíða mótsins er
http://www.sparkassencup-merzig.de/