Strákarnir unnu sinn annan sigur á mótinu í Þýskalandi núna í morgun.

Íslensku strákarnir voru ekki alveg vaknaðir þegar leikurinn hófst og lentu 2-5 í byrjun, en þá tóku okkar menn við sér, jöfnuðu 6-6 og tóku forystu í framhaldinu. Þegar gengið var til búningsklefa í hálfleik var staðan 16-12. Íslensku liðið gaf ekkert eftir í síðari hálfleik og keyrði þá yfir það hollenska, lokatölur  33-18. 

Markaskor íslenska liðsins:

Teitur Örn Einarsson 8, Gísli Þorgeir Kristjánsson 5, Logi Snædal Jónsson 5, Jakob Martin Ásgeirsson 3, Friðrik Hólm Jónsson 3,  Örn Österberg 2, Jóhann Kaldal Jóhannsson 2,  Sveinn Jóhannsson 1, Arnar Freyr Guðmundsson 1, Bjarni Valdimarsson 1, Úlfur Gunnar Kjartansson 1, Sveinn Andri Sveinsson 1.

Andri Ísak Sigfússon varði 12 skot og Andri Scheving varði 6 skot.

Svipmyndir úr fyrri hálfleik má sjá
hér. 

Svipmyndur úr seinni hálfleik má sjá
hér.