U-18 karla | Naumur sigur gegn heimamönnum

U-18 ára landslið karla lék lokaleik sinn í riðlakeppni EM í Podgorica í dag, nú voru það heimamenn frá Svartfjallalandi sem biðu en þeir þurftu nauðsynlega á sigri að halda uppá framhaldið í mótinu.

Lítið var skorað á upphafsmínútum leiksins og strákarnir okkar virtust ekki alveg vera með hugann við efnið. Eftir því sem leið á hálfleikinn náði íslenska liðið þó ágætum tökum á leiknum og komst mest 3 mörkum yfir. Staðan í hálfleik 13-11.

Heimamenn hófu síðari hálfleikinn af krafti og voru búnir að jafna leikinn eftir 35mín, þá tóku þjálfarar íslenska liðsins leikhlé og lagaðist leikur liðsins snarlega eftir það. Fljótlega náðu strákarnir okkar þriggja marka mun og hélst sá munur nánast allan leikinn, lokatölur 25-22.

Markaskorar Íslands:
Ágúst Guðmundsson 7, Jens Bragi Bergþórsson 4, Magnús Dagur Jónatansson 4, Daniel Montoro 3, Harri Halldórsson 2, Garðar Ingi Sindrason 2, Bernard Kristján Owusu Darkho 2 og Dagur Árni Heimisson 1.

Jens Sigurðarson varði 15 skot í leiknum.

Nú er riðlakeppni EM lokið og við taka milliriðlar þar sem íslenska liðið leikur í hópi 8 efstu liða. Það er ekki ennþá ljóst hvernig milliriðlarnir verða skipaðir en við munum fjalla um það á morgun. Strákarnir okkar mega vera stoltir af sinni frammistöðu hingað til en það er ljóst að það eru engir auðveldir leikir eftir því í efri hluta keppninnar verða öll bestu liðin á mótinu. Við fjöllum nánar um milliriðilinn á miðlum HSÍ á morgun.